Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 820

 

Dags:
13.02.12

ÚTDEILING Á STYRKJUM

Útgáfa 2 

 

Markmið / tilgangur

Að SÍH styðji eftir bestu getu við bakið á keppnismönum félagsins á hverjum tíma. Keppnismenn í þessu samhengi teljast einungis þeir sem keppa þrisvar sinnum eða oftar fyrir félagið á hverju keppnisári. Að styrkjum sé úthlutað í samræmi við árangur og eftir markvissum og sanngjörnum reglum. Að tryggt sé að styrkir fari í það eða til þeirra sem þeim var ætlað við umsókn eða styrkveitandi hefur gefið fyrirmæli um.

Ábyrgðarmenn:

Formaður og gjaldkeri SÍH

Lýsing:

Almennt.

Tryggt skal að styrkir til afmarkaðs málefnis séu merktir því verkefni og ekki notaðir í annað. Gjaldkeri SÍH heldur yfirlit yfir alla greidda styrki. Styrki skal greiða í formi hringja nema í sérstökum tilfellum samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Styrkir frá velunnurum félagsins.

Ef velunnari félagsins veitir félaginu sjálfu, ákveðnu málefni eða ákveðnum hóp styrk án sérstakra skilyrða skal gera skriflegar reglur um notkun eða útdeilingu á styrknum og bera undir velgjörðaraðilann. Ef ástæða þykir til að mati stjórnar skal gjaldkeri stofna sérstakan bankareikning til umhalds á styrknum og skrá færslur af honum undir sérstakan lið í bókhaldi. 

Styrkir velunnara til einstakra félagsmanna 

Ef einstaka félagsmaður verður sér út um styrk frá fyrirtæki eða einstaklingi skal hann njóta hans alfarið sjálfur. Ef þess er óskað að félagið gefi út reikning á móti styrknum skal það gert með reikning fyrir auglýsingu sem styrkþegi sér um að verði styrkveitenda að gagni. 

Aðrir styrkir 

Rekstrarstyrkir frá Hafnarfjarðarbæ sem og lotto og kennslustyrkir fara í almennan rekstur og útbreiðslu félagsins eða annað samkvæmt ákvörðun stjórnar. 

Styrkir sem félagið veitir úr eigin sjóðum 

Þeir félagsmenn sem vinna til afreka eða skara fram úr á annan hátt geta sótt um styrki til félagsins. Það er alfarið á valdi stjórnar hverju sinni hvaða umfjöllun umsóknin fær. Í umsókninni skal koma fram til hvers á að nota styrkinn ásamt æfinga- og keppnisáætlun.

Styrkþegi skal skila inn skýrslu til félagsins um árangur af styrkveitingunni strax að verkefni loknu.

Árangurstengdir styrkir

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar veitir árangurstengda styrki samkvæmt eftirfarandi reglu:

Einstkaklingskeppni.

Íslandsmeistaratitlill 20 hringir

Bikarmeistaratitill 20 hringir

Sveitkeppni

Fyrsta sæti í Íslandsmóti 15 hringir pr. mann

Styrkir vegna mótagjalda í landsmótum.

Keppendur greiði sjálfir mótagjöld í mótum.

Hver sá sem keppir á þrem landsmótum fyrir hönd félagsins getur sótt um styrk sem nemur 15 hringjum fyrir hvert mót. Ekki eru greiddir styrir vegna þátttöku í SÍH open. Sækja skal skriflega um styrkinn fyrir áramót sama árs.

Sjá reglur keppnismanna SÍH, skjal nr. 602

Annað

Það er hlutverk keppenda sjálfra að vekja athygli stjórnar SÍH á árangri sínum og skal það gert með því að þeir sæki um styrkinn til stjórnar.

Árangurstengda styrki skal vera búið að sækja til gjaldkera fyrir áramót á því ári sem styrkurinn er veittur. Að öðrum kosti fellur styrkurinn niður.

Eftirfarandi tekur gildi frá og með 01.01.2010

Þeir keppnismenn sem hætta að keppna fyrir félagið eða færa keppnisrétt sinn til annarra félaga fyrirgera samstundis rétti sínum til að njóta þeirra styrkja sem þeir hafa unnið til eða þegar fengið frá félaginu. (minnst þrjú mót á keppnistímabili)

Samningsbundnir keppnismen:

Keppnismenn SÍH undir handleiðslu þjálfara.

(Gildir fyrir árið 2012)

Keppnismenn á 3. þjálfunarstigi skulu gera samning við þjálfara og SÍH.

Sjá leiðbeiningu 604 í gæðahandbók.

Takmarkanir: