Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 611

 

Dags:
01.02.17

FORGJÖF Í INNANFÉLAGMÓTUM

Útgáfa 2 

 

Markmið / tilgangur:

Að hvetja almenna félagsmenn til þátttöku í innanfélagsmótum og að þátttakendur sem taka mestum framförum milli móta njóti viðurkenningar á árangrinum. Vekja áhuga á SKEET og Norrænu trap sem keppnisíþrótt og möguleikum félagsmanna til þátttöku í opnum mótum fyrir hönd SÍH.

Ábyrgðarmenn:

Mótanefnd

Lýsing:

Helstu reglur fyrir forgjöf eru eftirfarandi:

Allir keppendur sem eru félagsmenn SÍH taka þátt.

Öll innanfélagsmót SÍH er forgjafarmót fyrir utan lokamót SÍH

Skotnar skulu 75 dúfur í forkeppni og samkvæmt viðurkendum reglum í undanúrslitum og úrslitum.

Þeir sem taka þátt í fyrsta skipti fá forgjöf sem nemur helmingnum af mismuninum á 75 dúfum og á því sem þeir skoruðu. Þó aldrei meira en 20 dúfur.

Dæmi 1.

Skotið er á 75 dúfur

Þátttakandi hittir 51 dúfu

Mismunur er 24 dúfur

Helmingur er 12 dúfur í forgjöf.

Heildarskor er því 63 dúfur

Dæmi 2:

Skotið er á 75 dúfur

Þátttakandi hittir 31 dúfur

Mismunur er 44 dúfur 

Hemingur af því er 22 dúfur

En hámark í forgjöf er 20 dúfur

Heildarskor er því 51 dúfur

Ef reiknuð forgjöf er á hálfri dúfu skal forgjöf lækkuð um þá hálfu dúfu.

Forgjöfina tekur þátttakandi með sér í næsta mót og þegar sá frá dæmi 1 mætir í næsta mót og hittir 56 dúfur yrði hans heildarskor 68 með forgjöf.

Þátttakandi úr dæmi 2 sem hitti 61 dúfur í sínu næsta móti yrði með heildarskor 81 með forgjöf.

Í þar næsta mót tæki sá úr dæmi 1 með sér 9 dúfur í forgjöf en sá í dæmi 2 tæki með sér 7 dúfur í forgjöf þar sem hann hitti 61 af 75 dúfum og helmingur af mismuninum er 7 dúfur.

Undanúrslit og úrslit
 • Úrslit í N-trappi.
  • Í úrslitum taka keppendur með sér eigin [forgjöf /75 x 25]

 • Undanúrslit og úrslit í Skett.
  • Sex efstu keppendur fara í undanúrslit en taka ekki með sér árangur úr undankeppninni.
  • Í fyrstu umferð undanúrslita skjóta 6 efstu keppendur á 20 dúfur.
  • Forgjöfin fyrir þessar 20 dúfur verður [eigin forgjöf / 75 x 20].
  • Eftir það dettur út sá keppandi sem hefur lægsta skor.
  • Þeir sem eftir eru halda áfram að keppa í 10 dúfu umferðum þar sem einn keppandi fellur úr í hverri umferð þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
  • Forgjöfin í hverri þessara umferða verður [eigin forgjöf / 75 x 10].

Forgjöf getur aldrei aukist aftur á milli móta.