Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 610

 

Dags:
01.02.17

INNANFÉLAGSMÓT

Útgáfa 3 

 

Markmið / tilgangur:

Að nýir félagar kynnist skotfimi sem keppnisíþrótt með það að markmiði að vekja áhuga þeirra á að stunda skotfimi sem íþrótt og keppa fyrir hönd félagsins í framtíðinni.

Að félagsmenn æfist í þátttöku á skotmótum og temji sér fágaða framkomu á skotvelli við allar aðstæður.

Ábyrgðarmenn:

Mótanefnd

Lýsing:
 • Öll umgjörð innanfélagsmóta skal hafa sem líkasta því sem er á virðulegustu mótum þannig að félagsmenn venjist og aðlagist aga og reglum eins og hann gerist mestur.

 • Félagið skal leitast við að upplýsa félagsmenn sem best um keppnisreglur og benda þeim á góða siði í keppni.

 • Innanfélagsmót skal setja og slíta með formlegum hætti af mótstjóra. Ef stjórn hefur ekki skipað mótsjóra skal hann valinn af keppendum.

 • Fáni félagsins skal blakta á meðan mót stendur.

 • Þátttakendur mega ekki yfirgefa mótsvæðið án leyfis mótstjóra fyrr en móti hefur verið slitið.

 • Allir sem koma að innanfélagsmóti hvort heldur eru þátttakendur starfsmenn, skipuleggjendur eða stjórnendur skulu haga sér jafn virðulega og um stórmót væri að ræða.

 • Skráning í innanfélagsmót skal fara fram á netinu og vera lokið fyrir kl. 12, þriðjudag fyrir mót.

 • Þeir sem ekki eru mættir fyrir auglýstan tíma í mótaskrá missa þrjár dúfur.

 • Veita skal eftirtalin verðlaun fyrir þrjú efstu sætin:

  • með forgjöf nema á lokamótinu
  • í pilta og stulknaflokki
  • í karla og kvennaflokki

Gestir geta tekið þátt en keppa ekki til úrslita.