Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 440

 

Dags:
19.03.13

GREIÐSLUKERFI SÍH

Útgáfa 3 

 

Markmið / tilgangur:

tryggja einfalt, áreiðanleg, umhalds- og viðhaldslítið kerfi til að halda reiðu á notkun á leirdúfum á öllum fjórum skotvöllum Iðavalla

Ábyrgðarmenn:

Formaður

Lýsing:

Félagsmenn SÍH
 1. Félagsmenn sem ætla að njóta bestu kjara sem slíkir verða að kaupa greiðslukort á 3.000 kr. til þess að geta skotið.
 1. Fyrir afhendingu á kortinu skal rita nafn viðkomandi á kortið með þar til gerðum penna.
 1. Æfingarstjóri skráir númer kortsins og nafn kaupanda í gagnagrunn félagsins.
 1. Sá sem er skráður eigandi kortsins má einungis nota kortið í eigin þágu.
 1. Félagsmenn sem vilja ekki kaupa kort fylgja reglum og kjörum utanfélagsmanna hér að neðan. 
 1. Félagsmaður sem hefur ekki greitt árgjald það árið getur ekki keypt áfyllingu á kortið sitt og fylgir þá reglum og kjörum utanfélagsmanna hér að neðan.
 1. Félagsmenn geta keypt áfyllingu fyrir minnst 10.000 kr. hverju sinni.
 1. Hver dúfa kostar 20 kr. sem dregst 25 sinnum (einn hringur) frá inneign á kortinu þegar þeir setja það í kortamóttakara á viðkomandi velli. 
 1. Glatað kort eru tapaðar dúfur fyrir viðkomandi.
 1. Ef þeir sem eru á æfingu hverju sinni vilja stilla völlinn gera þeir það á eigin kostnað, með eigin korti.
 1. Korthafi sem fylgir ekki reglum getur átt von á að kortinu hans verði lokað.
 1. Hvorki kort né inneign er endurgreidd þó viðkomandi hætti í félaginu.
 1. Þáttakandi má aðeins skjóta á 25 óbrotnar dúfur í hverri umferð.
 1. Viðkomandi getur haldið áfram að skjóta þegar hring er lokið með því að stinga kortinu sínu aftur í kortalesarann en aðeins ef enginn annar bíður eftir að komast að. 
 1. Sá sem bíður hefur forgang í næsta hring.
 1. Það geta aðeins 6 farið á sérhvern völl í einu.
Utanfélagsmenn
 1. Utanfélagsmenn geta keypt minnst einn hring eða 25 dúfur á 36 kr. dúfuna eða 900 kr. hvern hring.
 1. Þeir fá lánað kort hjá æfingastjóra sem er sérstaklega merkt gestum.
 1. Þeir leggja bíllyklana sína eða greiðslukort sem tryggingu fyrir skilum á kortinu.
 1. Æskilegt er að utanfélagsmaður kaupi á einu bretti alla þá hringi sem hann ætlar skjóta þann daginn.
 1. Kunningjar sem eru utanfélagsmenn og ætla á sama völlinn geta notað sama kortið.
 1. Að öðru leiti gilda reglur 13 til 16 í reglum félagsmanna