Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 420

 

Dags:
01.03.17

HLUTVERK ÆFINGASTJÓRA

Útgáfa 3 

 

HEYRIR UNDIR:

Vallarnefnd

ÁBYRGÐ:

 • Æfingastjórar skulu vera tveir á hverri æfingu.

 • Æfingastjórar geta þeir einir orðið sem kunna full skil á öllum útbúnaði og frágangi á Iðavöllum.

 • Æfingastjórar skulu greiða árgjöld sín fyrir 1. apríl ár hvert.

 • Með því að taka að sér æfingastjórn fellst viðkomandi á að taka að sér þær æfingar sem vallarstjóri úthlutar honum.

 • Á móti kemur að æfingastjóri hefur frjálsan aðgang að vellinum utan skipulagðra æfingatíma.

 • Þeir sem ekki geta lengur rækt skyldur sínar sem æfingastjórar skili lykli sínum strax til vallarstjóra.

 • Æfingarstjórar eru ábyrgir fyrir öllu sem fram fer á þeim æfingum sem þeir taka að sér.

 • Æfingastjóri sem getur ekki tekið að sér æfingu samkvæmt skipulagi skal undantekningarlaust útvega annan í sinn stað.

LÝSING:
 • Að taka að sér þær æfingar sem vallarstjórn ákveður og virkja þá sem sækja æfingar sér til að aðstoðar.

 • Að sjá til þess að öll umgengni á vellinum sé til fyrirmyndar og samkvæmt umgengisreglum.

 • Að sjá til þess að nægar dúfur séu í öllum vélum og fimm kassar í hvoru húsi að æfingu lokinni.

 • Að láta tína óbrotnar dúfur að æfingu lokinni.

 • Taka á móti nýjum félögum samkvæmt leiðbeiningum um ,,MÓTTAKA NÝRRA FÉLAGAR nr. 320

 • Selja félagsmönnum inneign á greiðslukort.

 • Innheimta æfingagjöld.

 • Skrá nýja félaga í gagnagrunn félagsins og taka við greiðslu fyrir árgjald

 • Sjá til þess að heitt sé á könnunni.

 • Ganga frá vellinum að æfingu lokinni samkvæmt gátlista nr. 430

 • Gera upp fjárhag að lokinni æingu og skrá niðurstöðu í gagnagrunn félagsins samkvæmt leiðbeiningum 442.

Bankaupplýsingar: 
Banki: 545
Höfuðbók: 14
Reikningur: 60430
KT.: 510588-2159.