Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 250

 

      Dags:
01.01.12

HLUTVERK MÓTANEFNDAR

Útgáfa 1 

 

Markmið / tilgangur:                  Að skipuleggja og halda innanfélags- og opin mót á þann hátt að það verði félagsmönnum hvatning til dáða og félaginu til sóma.

Ábyrgðarmenn:                         Tveir nefndarmenn kosnir á aðalfundi og skipta með sér verkum.

Lýsing:                                     Almennt

                                               Mótanefnd skal skrá alla árangra keppnismanna SÍH í gagnagrunn félagsins:

                                               Innanfélagsmót

 • Mótanefnd skal ákveða fjölda og dagsetningar innanfélagsmóta. Styðjast skal við verklagsreglu 610

 • Mótanefnd skal skrá úrslit innanfélagsmóta og birta á vefsetri félagsins.

 • Mótanefnd skal sjá til þess að teknar séu myndir af öllum mótum sem keppendur SÍH taka þátt í og koma þeim inn á myndaalbúm félagsins og auglýsa á vefsetri félagsins.

 • Mótanefnd skal kaupa hófleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin samkvæmt reglu 610.

Opin mót.

Ef þess er óskað og stjórn SÍH fellst á, skal halda landsmót og opin mót í samráði við STÍ

Öll umgerð lands- og opinna móta skal vera mjög formföst og má þar m.a. nefna eftirtalið

 • Fylgja skal að öllum leiti reglum STÍ varðandi landsmót.

 • Setja skal mótin formlega þar sem allir helstu aðilar móthaldsins eru kynntir.

 • Útbúa skal mótaskrá með nöfnum, félagaheiti og rásnúmeri keppenda og hengja upp á áberandi stað á mótstað.

 • Bjóða skal uppá léttar veitingar á opnum mótum

 • Flaggað skal með fánum Íþrótta- og ólympiunefndar, STÍ, ÍBH, SÍH og þjóðfánum þeirra keppenda sem taka þátt.

 • Verðlaun í opnum mótum skulu ekki vera lakari en hefð er um við sambærileg mót.

 • Yfirfara skal gátlista nr. 620 við undirbúning opinna móta