Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 200

510 

Dags:
01.01.12

HLUTVERK VALLANEFNDAR

Útgáfa 1 

 

Markmið / tilgangur:                  Að Iðavellir og starfsemi sem þar fer fram sé félaginu til sóma á hverjum tíma og framfylgja ákvörðun stjórnar um starfsemi og framkvæmdir.

Ábyrgðarmenn:                         Vallarnefnd sem er þrír menn er kosin á aðalfundi, hún skal velja sér formann og skipta með sér verkum. Verkaskiptingu skal skrá í fundargerð fyrsta stjórnarfundar eftir aðalfund.

Lýsing:                                     Skyldur og réttindi
Eðlilegt vinnuframlag manna í vallarnefndar er áætlað álíka og vinnuframlag æfingastjóra á hverju ári.
Vallarnefndarmenn njóta sömu kjara hjá félaginu og æfingastjórar

Hlutverk vallanefndar

Æfingar og æfingastjórar

Vallarnefnd skal:

  • skipuleggja æfingar frá byrjun apríl til loka ágúst

  • útdeila tímum til æfinga, mótahalds og útleigu

  • útvega æfingastjóra og leiðbeinendur eftir því sem við á

  • fyrir upphaf æfinga- og keppnistímabils halda fund með æfingastjórnum og m.a. fara ítarlega yfir verklagsreglu 420.

  • æfingastjórar skulu hlíta í öllu fyrirmælum vallarnefndar

  • koma upplýsingum til ritnefndar til birtingar á vefsetri félagsins

Umgengni á Iðavöllum

Nefndin skal tryggja snyrtilega umgengni félagsmanna og gesta jafnt utandyra sem innan. Það skal m.a. gert með því að sjá til þess að þeir sem nota svæðið fái leiðbeiningu um að ganga frá öllu í jafn góðu ástandi og þeir komu að því.

Til þess að tryggja að svo megi verða skulu æfingastjórar og aðrir þekkja og styðjast við gátlista nr. 430. 

Viðhald mannvirkja.

Vallarnefnd skal gera viðhaldsáætlun fyrir lok mars og leggja fyrir stjórn á fyrsta stjórnarfundi hvers árs.

Í viðhaldsáætluninni skal koma fram hverjir eru ábyrgir fyrir hinum ýmsu viðhaldsþáttum og hvenær þeim skal vera lokið.
Óvænt en nauðsynlegt viðhald skal vallarnefnd annast eða útvega aðila til að sinna því.

Í lok hvers mánaðar skal vallarnefnd fara eftirlitsferð og útfylla rafrænan gátlista nr. 510 og leggja niðurstöðu fyrir næsta stjórnarfund.

Ný mannvirki

Ef reisa á ný mannvirki á svæðinu er formaður vallarstjórnar framkvæmdastjóri þeirra framkvæmda nema annað sé ákveðið af stjórn SÍH.