Mánudaga

Fimmtudaga

Þriðjudaga

Skjal 602

 

Dags:
29.04.12

REGLUR UM KEPPNISMENN

Útgáfa 2 

 

Markmið / tilgangur.

Að keppnismenn SÍH þekki réttindi sín og skyldu sem keppnismenn og fulltrúar félagsins.

Ábyrgðarmenn:

Allir félagsmenn

Lýsing:

Almenn atriði

Þátttaka á vegum SÍH í opnum mótum

Þeir sem óska að gerast keppnismenn í opnum mótum fyrir hönd SÍH þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði umfram aðra félagsmenn.

Þeir einir geta orðið keppendur sem taka virkan þátt í æfingum og innanfélagsmótum félagsins og eru öðrum félagsmönnum fyrirmynd í hvívetna.

Þátttaka félagsmanna í opnum mótum er háð eftirfarandi reglum og samþykki mótanefndar SÍH og þurfa þeir að skrá sig á heimasíðu SÍH einum sólahring áður en skráningarfrestur rennur út og sér félagið um að koma skráningu til Skotíþróttasambands Íslands og viðkomandi mótshaldara.

Til að njóta fullra réttinda keppnismanna SÍH þarf viðkomandi að keppa á minnst 3 landsmótum á yfirstandandi eða síðasta keppnistímabili.

Eftirfarand er tilvitnun í Móta- og keppnisreglur STÍ
."Senda skal stjórn STÍ og því félagi sem heldur mót tilkynningu um hverjir keppa fyrir hönd félags bæði í liða og einstaklingskeppni í síðasta lagi að kvöldi dags þannig að þrír virkir dagar séu þar til að keppni hefst."

 

Til þess að eiga rétt til þátttöku í opnum mótum umfram aðra félagsmenn þarf viðkomandi að uppfylla eftirtalin skilyrði.

Val keppenda.

Forgangsréttur til keppni fyrir hönd SÍH í opnum mótum er í sömu röð og árangur viðkomandi í síðustu tveim innanfélags- og eða opnum mótum á sama tíma.

Ef keppandi hefur ekki tekið þátt í tveim síðustu innanfélagsmótum eða opnu móti á sama tímabili þarf hann að sanna getu sína í innanfélagsmóti til flokkunar í sveit.

Árangur í opnum mótum er metinn 10% hærra en árangur í innanfélagsmótum það er 20 dúfur í opnu móti er samsvarandi 22 dúfum í innanfélagsmóti.

Val í A, B og C sveitir er í sömu röð og árangur keppenda nema þátttakandi óski annars til lækkunar.

Skyldur keppenda.

Keppendur SÍH skulu mæta á mótstað minnst hálftíma fyrir keppni.

Þeir skulu eiga og keppa í einkennisklæðnaði félagsins og vera snyrtilegir til fara að öllu leiti

Keppendur skulu sýna prúðmannlega og íþróttamannlega framkomu.

Keppendur SÍH skulu ekki yfirgefa mótsvæðið fyrr en móti hefur verið slitið

Keppendur skulu sýna mótshaldara, starfsmönnum, dómara og öðrum þátttakendum fulla virðingu.

Keppandi sem ekki mætir í mót eða yfirgefur keppni án haldbærra skýringa missir rétt sinn til þátttöku.

Greiðsla mótagjalda keppenda SÍH.

Sjá reglu 820 um styrki