SÍH open 2017

04.07.2017

SÍH open var haldið laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. júlí.

Veðrið skartaði sínu fegursta báða dagana sem létti brúnina á annars einbeittum keppendum.

Keppt var bæði í Norrænu trappi og skeet.

Eftir að keppni lauk á laugardeginum var keppendum skipt í tvo flokka, A og B eftir gengi dagsins.
Keppendur í A flokki annarsvegar og B flokki hinsvegar kepptu síðan til úrslita í sínum flokki daginn eftir.

Á laugardagskvöldið var að venju haldin veglega veisla þar sem Stefán Geir Stefánsson grillaði úrvals lambakjöt ofan í keppendur, starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Allir keppendur fengu bjórglas með áletun til minningar um mótið með sér heim.

Verðlaunahafar urðu eftirtaldir:

Norrænt trapp:
A flokkur
Í fyrsta sæti Gunnar Gunnarsson Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar
Í öðru sæti Stefán Kristjánsson Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar
í þriðja sæti Ólafur Vigfús Ólafsson Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar

B flokkur
Í fyrsta sæti Guðmann Jónasson Skotfélaginu Markviss
Í öðru sæti Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar
Í þriðja sæti Bárður Poulsen frá Færeyjum

Skeet:
A flokkur 
Fyrsta sæti Hákon Þór Svavarsson frá Skotfélagi Suðurlands.
Annað sæti var Ebbe Hoffman frá Grænlandi
Þriðja þriðja varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotfélagi Akureyrar.

B flokkur
Fyrsta sæti Aðalsteinn Svavarsson frá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar
Annað sæti Carsten Joensen frá Færeyjum
Þriðja Gunnar Knudsen frá Færeyjum

Úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér

Myndir frá mótinu má sjá með því að smella hér.