Íslandsmót í skeet 8. og 9. ágúst. á Akureyri.

Íslandsmót í N-trappi 8. og 9. ágúst á Iðavöllum.

Helga Jóhannsdóttir með nýtt Íslandsmet


Sjá nánar.....

Feðgin með Íslandsmet

SÍH open 2015 og 50 ára afmælishátíð félagsins (index.php?option=com_content view=article catid=9 id=221)


Sjá nánar.....

Skeet B flokkur


Sjá nánar.....

Norrænt trap B- flokkur


Sjá nánar.....

Skeet A- flokkur


Sjá nánar.....

Norrænt trap A- flokkur


Sjá nánar.....

Iðavellir í júní 2015


Sjá nánar.....

Sérmerkt skot í tilefni afmælisins


Sjá nánar.....

Fyrsta landsmótið í Norrænu trappi


Sjá nánar.....

Fyrsta landsmót ársins


Sjá nánar.....

Skeet á skírdag


Sjá nánar.....

Trapparar á skírdag


Sjá nánar.....

Iðavellir 2004


Sjá nánar.....

Iðavellir 2014


Sjá nánar.....
012345678910111213

SÍH open 2015 og 50 ára afmælishátíð félagsins

 

06.07.2015

SÍH open var haldið með pomp og prakt 4. og 5. júlí. Samhliða mótinu var haldið upp á 50 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað 11. október 1965.

Keppt var í skeet og Norrænu trappi, skráðir þátttakendur voru 42 og komu keppendur auk íslenskra frá Grænlandi, Færeyjum, Danmörku og Svíþjóð.
Keppt var tveim flokkum í báðum greinum þar sem keppendum er skipt í flokka A og B að loknum úrslitum eftir fyrri daginn.

Sá einstaki atburður átti sér stað að feðginin Kristín Rut Stefánsdóttir og Stefán Geir Stefánsson slógu bæði Íslandsmet í Norrænu trapp.
Stefán bætti eigið Íslandsmet í karlaflokki sem var 115 dúfur í 121 dúfu og Kristín slóg Íslandmet Hrafnhildar Hrafnkelsdóttur í kvennaflokki um 14 dúfur og endaði með 69 dúfur.
Þetta er án efa einstakt í íslenskri skotíþróttasögu og óskum við þeim feðginum innilega til hamingju með afrekið.

Helga Jóhannsdóttir jafnaði eigið Íslandsmet í skeet sem hún setti á Skandinava open fyrr í sumar sem er 49 dúfur.

Að lokinni keppni á laugardeginum var boðið til veislu af tilefni þess að Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári.
Mikið var um dýrðir, ræðuhöld, heiðranir, afhending minjagripa ásamt hátíðamat og drikk ein og hver og einn gat í sig látið.
Fimm félagsmenn SÍH voru heiðraðir heiðursmerki Íþróttabandalags Hafnarfjarðar sem veitt eru á eftirfarandi forsendum.

"Heiðursmerki ÍBH skal aðeins veita íslenskum ríkisborgurum sem hafa unnið í meir en áratug að stjórnar- eða félagsmálum hafnfirskrar íþróttahreyfingar og haft gagnger áhrif á viðgang íþróttamála í Hafnarfirði, eða unnið eitthvað það verk í þágu íþróttamála í Hafnarfirði eða á landsvísu sem mikla þýðingu hefur."

Þeir sem hlutu Sildurmerki IBH voru:
Sigurþór Jóhannesson
Jakob Þór Leifsson
Kristinn Rafnsson

Þeir sem hlutu Gullmerki IBH voru:
Stefán Geir Stefánsson
Anders Már þráinsson
Hægt er að sjá á heimsíðu félagsins nöfn annara sem hlotið hafa heiðursmerki IBH

Félaginu bárust margar góðar gjafir og falleg orð voru látin falla um félagið og starfsemina sem stjórn SÍH þakkar kærlega fyrir.
Að venju var frábær matur sem Íslandsmethafinn Stefán Geir Stefánsson á allan heiður af og ótrúlegt að það sé hægt að sigra mót, slát Íslandsmet og elda ofan í 70 manns á sama tíma. Geri aðrir betur.

Af tilefni afmælisins voru útbúnir óvenjulegir verðlaunapeningar sem er merki félagsins skorið í þykkt rústfrítt stál og minjagripirnir sem keppendur fengu til minningar um þátttöku sína voru herðatré úr rústfríu stáli með merki félagsins, ártali og byssuskeptum sem axlarburður.
Myndir af dýrgripunum má sjá í myndaalbúmi.

Það var afhjúpaður minnisvarði með áletrunum allara sem unnið hafa SIH open frá upphafi í báðum flokkum. Nöfn nýrra vinningshafa mun síðan bætast við á hverju ári.

Úrslit í mótinu í flokkum A og B og urðu eftirfarandi.

Norrænt trap B- flokkur:
1. sæti, Anders Már Þráinsson
2. sæti, Arnór Óli Ólafsson
3. sæti, Ólafur Vigfús Ólafsson

Norrænt trap A- flokkur:
1. sæti, Stefán Geir Stefánson og nýtt Íslandsmet
2. sæti, Gunnar Þór Þórarnarson
3. sæti, Arne Sólmundsson

Skeet B- flokkur
1. sæti, Helga Jóhannsdóttir og jöfnun á Íslandsmeti
2. sæti, Kristinn Rafnsson
3. sæti, Poul Erik Mathiasen

Skeet A- flokkur
1. sæti, Hákon Svavarsson
2. sæti, Örn Valdimarsson
3. sæti. Hörður Sigurðsson

Stjórn SÍH þakkar öllum sem komu að undirbúningi mótsins, þátttakendum og gestum innilega fyrir frábæra helgi sem veitir okkur stolt og mynningar um einstakar stundir með góðu fólki.

Myndir frá mótinu.
Úrslit í norrænu trappi
Úrslit í skeet